• mið. 22. feb. 2023
  • Landslið
  • A karla
  • A kvenna
  • Ársþing

Fimm heiðruð fyrir 100-leikja áfanga

Stjórn Knattspyrnusambands Íslands veitir viðurkenningar til þeirra sem leikið hafa með landsliðum Íslands og þeirra sem unnið hafa að framgangi knattspyrnuíþróttarinnar skv. reglugerð KSÍ um landsliðs- og heiðursviðurkenningar. Þar á meðal eru viðurkenningar til þeirra leikmanna sem hafa náð 100 A landsleikjum. Í reglugerðinni segir: “Heiðursviðurkenning fyrir 100 landsleiki: Sérhannað listaverk skal veita í viðurkenningaskyni þeim knattspyrnuleikmönnum sem náð hafa að leika 100 A-landsleiki”.

Á 74. ársþingi KSÍ sem fram fór í Ólafsvík í febrúar 2020 voru fjórir leikmenn sem náð höfðu 100 A landsleikjum heiðraðir fyrir áfangann – þær Hallbera G. Gísladóttir, Fanndís Friðriksdóttir, Rakel Hönnudóttir og Sara Björk Gunnarsdóttir.

Laugardaginn 25. febrúar verður 77. ársþing KSÍ haldið á Ísafirði og verða fimm leikmenn þá heiðraðir með sama hætti – þau Aron Einar Gunnarsson, Birkir Bjarnason, Birkir Már Sævarsson, Dagný Brynjarsdóttir og Glódís Perla Viggósdóttir, sem öll hafa náð 100-leikja áfanganum. Birkir Már er sá eini af þeim sem á heimangengt að þessu sinni og fær hann viðurkenninguna afhenta á ársþinginu. Hinum fjórum verður afhent viðurkenningin við fyrsta tækifæri og er þá horft til næsta landsliðsverkefnis á heimavelli.

Aron Einar Gunnarsson
Leikur 1: Belarús – Ísland 02.02.08
Leikur 100: Sádi-Arabía – Ísland 06.11.22
Ferillinn

Birkir Bjarnason
Leikur 1: Ísland – Andorra 29.05.10
Leikur 100: Ísland – N-Makedónía 05.09.21
Ferillinn

Birkir Már Sævarsson
Leikur 1: Ísland – Liechtenstein 02.06.07
Leikur 100: Ísland – N-Makedónía 05.09.21
Ferillinn

Dagný Brynjarsdóttir
Leikur 1: Bandaríkin – Ísland 24.02.10
Leikur 100: Belarús – Ísland 07.04.22
Ferillinn

Glódís Perla Viggósdóttir
Leikur 1: Skotland – Ísland 04.08.12
Leikur 100: Belarús – Ísland 07.04.22
Ferillinn