• fös. 10. mar. 2023
  • Agamál
  • Mótamál

Úrslit í leik Stjörnunnar og Víkings R. standa óhögguð

Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ hefur kveðið upp úrskurði í máli Stjörnunnar gegn Víkingi R. 

Stjarnan krafðist þess að Stjörnunni yrði dæmdur sigur í leik liðanna sem fram fór þann 16. febrúar síðastliðinn í Lengjubikar meistaraflokks karla.  Stjarnan taldi að Víkingur hefði "ranglega fyllt út leikskýrslu leiksins með vísvitandi hætti".  Víkingar aftur á móti kröfðust þess á málinu yrði vísað frá aga- og úrskurðarnefnd.

Úrskurðarorð aga- og úrskurðarnefndar:

Úrslit í leik Stjörnunnar og Víkings R. í Lengjubikarkeppni karla, sem fram fór þann 16. febrúar 2023, skulu standa óhögguð. Staðfest er sekt Víkings R. að upphæð kr. 50.000, sem félaginu var úrskurðuð 23. febrúar 2023.

Úrskurðurinn í heild