• þri. 21. mar. 2023
  • Landslið
  • A karla
  • U17 karla
  • U19 karla

Leikið með sorgarbönd í þremur landsleikjum í vikunni

U17 og U19 landslið karla hefja leik í milliriðlum undankeppni EM 2023 á miðvikudag, og á fimmtudag leikur A landslið karla sinn fyrsta leik í undankeppni EM 2024, gegn Bosníu-Hersegóvínu.

Í þessum þremur leikjum munu íslensku liðin leika með sorgarbönd til að heiðra minningu Þuríðar Örnu Óskarsdóttur, sem féll frá nýlega eftir löng og erfið veikindi. Þuríður var dóttir Óskars Guðbrandssonar og Áslaugar Hinriksdóttur, en Óskar Örn er starfsmaður KSÍ.

KSÍ vottar fjölskyldunni innilega samúð. Blessuð sé minning Þuríðar Örnu.

U17 karla mætir Svartfjallalandi á miðvikudag og U19 karla leikur við Tyrkland. Ákveðið hafði verið fyrir nokkru síðan að leika með sorgarbönd í leik U19 karla í virðingarskyni við allt það fólk sem lést eða á um sárt að binda vegna jarðskjálftanna sem skullu á Tyrklandi og Sýrlandi fyrr á árinu, og er ástæðan fyrir sorgarböndum í þeim leik því tvíþætt.