• mið. 22. mar. 2023

Tony Knapp látinn

Tony Knapp er látinn 86 ára að aldri, en Knapp var landsliðsþjálfari A karla á sínum tíma.

Hann fæddist í Newstead á England og lék sem atvinnumaður með Leicester City, Southampton FC og Coventry City. 

Knapp tók við íslenska karlalandsliðinu árið 1974 og þjálfaði það til 1977. Hann þjálfaði einnig liðið árin 1984 og 1985.

Undir hans stjórn vann Ísland fyrstu sigra sína í undankeppnum fyrir EM og HM. Í undankeppni EM 1976 var 2-1 sigur Íslands á Austur Þýskalandi á Laugardalsvelli fyrsti sigur liðsins í undankeppni HM. Í undankeppni HM 1978 vann liðið svo sinn fyrsta sigur í undankeppni fyrir HM, en það var 1-0 sigur liðsins gegn Norður Írlandi.

KSÍ vottar aðstandendum Knapp innilega samúð.