• mán. 20. nóv. 2023
  • Landslið
  • U19 karla

U19 karla mætir Eistlandi á þriðjudag

U19 karla mætir Eistland á þriðjudag í síðasta leik sínum í fyrstu umferð undankeppni EM 2024.

Leikurinn hefst kl. 14:00 og verður hægt að fylgjast með beinni textalýsingu á vef UEFA.

Bein textalýsing

Ísland er í þriðja sæti riðilsins með eitt stig, en tvö efstu liðin fara áfram á milliriðla ásamt því liði í þriðja sæti sem er með bestan árangur gegn efstu tveimur liðum síns riðils. Danmörk er í öðru sæti riðilsins með fjögur stig og þeir mæta Frakklandi á sama tíma. Því er ljóst að Ísland þarf að vinna sinn leik og vonast eftir því að Frakklandi vinni Dani, en markatala liðanna myndi þá ráða því hvaða lið fylgir Frakklandi í milliriðla.