• þri. 06. feb. 2024
  • Landslið

Ekki króna til KSÍ

Úthlutun úr Afrekssjóði hefur verið birt á vef ÍSÍ.  Framkvæmdastjórn ÍSÍ staðfesti skriflega í desember að KSÍ myndi ekki fá úthlutun úr sjóðnum.  Í bréfi ÍSÍ dagsettu 4. desember kemur eftirfarandi fram: "Á fundi framkvæmdastjórnar ÍSÍ þann 23. nóvember sl. var samþykkt að KSÍ fengi ekki úthlutun úr Afrekssjóði ÍSÍ vegna ársins 2024 og tilkynnist það hér með".

Af vef ÍSÍ:

Framkvæmdastjórn Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands hefur samþykkt tillögur stjórnar Afrekssjóðs ÍSÍ að úthlutun Afrekssjóðs ÍSÍ fyrir árið 2024 en styrkveitingar ÍSÍ til sambandsaðila nema alls rúmlega 512 milljónum króna.  

Framlag ríkisins til Afrekssjóðs ÍSÍ vegna verkefna ársins 2024 er 392 m.kr. en framlagið hefur verið óbreytt síðustu ár. Afrekssjóður er einnig fjármagnaður með hlutdeild úr tekjum íþróttahreyfingarinnar frá Íslenskri getspá, samkvæmt ákvörðun Íþróttaþings ÍSÍ.

Til Afrekssjóðs ÍSÍ bárust umsóknir frá 32 sérsamböndum og hlutu þau öll styrk vegna afreksíþróttastarfs og landsliðsverkefna.

Nánar um úthlutun úr Afrekssjóði á vef ÍSÍ