• fim. 08. feb. 2024
  • A karla
  • Landslið
  • Þjóðadeild

Ljóst hverjum Ísland mætir í Þjóðadeild UEFA

Mynd - Mummi Lú

Dregið hefur verið í riðla í Þjóðadeild UEFA hjá A landsliði karla, en dregið var í París.

Ísland er í riðli B4 með Wales, Svartfjallalandi og Tyrklandi.

Riðilinn verður leikinn í september, október og nóvember.

Åge Hareide, þjálfari A karla, hafði þetta að segja um dráttinn:

,,Þjóðadeildin er ennþá frekar nýtt fyrirkomulag og við erum öll ennþá að venjast henni, en hún býður upp á marga mjög áhugaverða riðla og marga jafna leiki. Ég held að riðillinn okkar í þetta skiptið bjóði upp á áhugaverðar áskoranir og eigum möguleika á móti öllum þessum þjóðum. Drátturinn fyrir Þjóðadeildina sem fer fram í haust hefur nú farið fram, en við eigum ennþá leikinn gegn Ísrael í mars sem við þurfum að undirbúa okkur fyrir. Í dag er allur fókus okkar á þeim leik og að komast í lokakeppni EM í Þýskalandi."