Miðasalan á leikina við Wales og Tyrkland er á Tix
Miðasalan á október-heimaleikina tvo hjá A landsliði karla er í fullum gangi á Tix.is.
Íslenska liðið mætir Wales og Tyrklandi og strákarnir okkar treysta á góða mætingu og öflugan stuðning úr stúkum Laugardalsvallar, sérstaklega í ljósi þess að von er á ríflega þúsund Walesverjum sem munu án efa standa þétt við bakið á sínu liði.
- Föstudagskvöldið 11. október kl 18:45: Ísland - Wales.
- Mánudagskvöldið 14. október kl 18:45: Ísland - Tyrkland.
Selt er í fimm verðsvæði á leikjunum og eru verð frá kr. 2.500 fyrir fullorðinn (50% afsláttur fyrir 16 ára og yngri), þannig að valkostirnir eru margir og fjölbreyttir. Fjölmennum á þessa síðustu heimaleiki ársins og styðjum strákana okkar!
Mynd: Mummi Lú.