• fim. 04. apr. 2024
  • Landslið
  • A kvenna
  • EM 2025

A kvenna mætir Póllandi á föstudag

A landslið kvenna mætir Póllandi á föstudag í fyrsta leik sínum í undankeppni EM 2025. Leikurinn fer fram á Kópavogsvelli og hefst hann klukkan 16:45.

Ísland og Pólland hafa mæst fimm sinnum áður. Ísland vann fjóra af þeim leikjum og einum lauk með jafntefli. Stærsti sigur Íslands gegn Póllandi var fyrsta viðureign liðanna árið 2003. Leiknum lauk með 10-0 sigri þar sem Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði þrennu. Í byrjunarliði var meðal annars að finna Laufeyju Ólafsdóttur sem í dag er búningastjóri liðsins. 

Miðasala á leikinn er í fullum gangi á Tix.is og opnar völlurinn fyrir áhorfendum einni klukkustund fyrir leik. Einnig verður hægt að fylgjast með leiknum í beinni útsendingu á RÚV.

Ísland mun spila í nýjum búningum frá Puma og hægt er að kaupa hann hjá fyririsland.is og í öllum betri íþróttavöruverslunum.

Undankeppni EM 2025