• fim. 28. mar. 2024
  • Landslið
  • A karla
  • A kvenna

Ný treyja íslensku þjóðarinnar

PUMA og KSÍ opinbera í dag nýjar treyjur landsliða Íslands í knattspyrnu, sem eru hannaðar með framsækni og sjálfbærni í huga.

Keppnistreyjan sjálf (authentic version), sem leikmenn klæðast í leikjum með landsliðinu, er sköpuð með hinni nýju og framsæknu tækni PUMA – ULTRAWEAVE. Fislétt og sérunnið efnið í treyjunni gerir hana að léttustu landsliðstreyju í sögu PUMA.

Treyjan sem fer í almenna sölu (replica jersey) er hönnuð og sniðin með RE:FIBRE tækni PUMA. Með RE:FIBRE er lögð áhersla á að vinna gegn sóun með því að endurnýta og endurvinna fataefni sem þegar hefur verið unnið með til að skapa nýtt efni til vinnslu. Hið endurunna efni er hægt að endurnýta aftur og aftur án þess að það tapi gæðum – sem gerir RE:FIBRE að sannri langtímalausn með því að endurvinna fataefni sem hefði annars verið fargað. Þetta er því umhverfisvænasta landsliðstreyja í sögu KSÍ.

Heimatreyjan (bláa) er innblásin af jöklum Íslands, sem þekja 11% landsins. Útitreyjan (ljósgráa) með öskugráum grunnlit og rauðum eldglæringum, er innblásin af eldfjöllum Íslands.

Fyrsti leikur landsliðanna okkar í nýju treyjunni verðu á Kópavogsvelli þann 5. apríl þegar A landslið kvenna tekur á móti Póllandi í undankeppni EM 2025.

Treyjurnar eru fáanlegar nú þegar á fyririsland.is og væntanlegar í betri sportvöruverslanir mjög fljótlega.