• fim. 24. sep. 2020
  • Landslið
  • A karla
  • A kvenna
  • COVID-19

Fimm skiptingar leyfðar í mótum UEFA

UEFA hefur tilkynnt þá ákvörðun að fimm skiptingar verða leyfðar í mótum á vegum UEFA tímabilið 2020-2021.

Breytingin tekur til móta líkt og Þjóðadeildar UEFA og umspils fyrir EM 2020 hjá A landsliði karla og undankeppni EM 2022 hjá A landsliði kvenna. Hinar nýju reglur munu einnig gilda í Meistaradeild Evrópu, karla og kvenna, og Evrópudeildinni.

A landslið karla leikur þrjá leiki í október. Fyrst mætir liðið Rúmeníu í undanúrslitum umspilsins fyrir EM 2020, en síðan mæta strákarnir Dönum og Belgum í Þjóðadeild UEFA. Allir leikirnir fara fram á Laugardalsvelli. A landslið kvenna mætir Svíþjóð ytra í október í undankeppni EM 2022.