• lau. 27. sep. 2025
  • Mótamál
  • Lengjudeildin
  • Besta deildin

Keflavík í Bestu deild karla 2026

Keflvíkingar tryggðu sér í dag sæti í Bestu deild karla 2026 með því að leggja HK í úrslitaleik umspils Lengjudeildarinnar á Laugardalsvelli.

Grunnurinn að sigrinum var lagður í fjörugum fyrri hálfleik, Keflavík leiddi með þremur mörkum þegar flautað var til hlés.  Í seinni hálfleik róaðist leikurinn nokkuð en liðin skiptust þó á að sækja en það voru Keflvíkingar sem skoruðu eina markið og innsigluðu sigurinn.  Niðurstaðan fjögurra marka marka sigur Keflvíkinga, sem leika í efstu deild á ný á næsta ári.