• lau. 30. sep. 2023
  • Mótamál
  • Besta deildin
  • Lengjudeildin

Vestri leikur í Bestu deild karla 2024

Úrslitaleikur umspils Lengjudeildar karla fór fram á Laugardalsvelli í dag, laugardag, þar sem mættust Vestri og Afturelding, en hvorugt þessara liða hefur leikið í efstu deild karla. Um hörkuleik var að ræða, frábær stemmning á vellinum og þeir tæplega 3 þúsund áhorfendur sem mættu létu vel í sér heyra.

Leikurinn var í járnum lengst af og ekkert mark skorað í venjulegum leiktíma. Eina markið, og sigurmark leiksins, kom undir lok fyrri hluta framlengingar og var þar að verki Iker Hernandez Ezquerro með frábærri afgreiðslu eftir utanfótarfyrirgjöf frá Sergine Modou Fall, en báðir höfðu þeir komið inn á sem varamenn.

Vestri leikur því í efstu deild karla, Bestu deildinni, á næsta ári, í fyrsta sinn í sögu félagsins.

Til hamingju Vestri!