• mið. 18. júl. 2001
  • Landslið

Ísland stendur í stað í 52. sæti

Ísland er í 52. sæti á styrkleikalista Alþjóða knattspyrnusambandsins (FIFA), sem birtur var í dag og stendur í stað frá því listinn var birtur síðast. Frakkland er sem fyrr á toppnum, Brasilía í öðru sæti, Argentína í því þriðja og Ítalir fjórðu. Þýskaland fer upp um þrjú sæti í það fimmta. Næsta útgáfa styrkleikalistans verður birt 22. ágúst.