• fös. 05. apr. 2024
  • Landslið
  • A kvenna
  • EM 2025

Sigur gegn Póllandi í fyrsta leik

A landslið kvenna vann 3-0 sigur gegn Póllandi í fyrsta leik liðsins í undankeppni EM 2025. 

Ísland komst yfir á 41. mínútu þegar Pólland skoraði sjálfsmark. Hildur Antonsdóttir sendi langan bolta inn á teyginn þar sem Glódís Perla skallaði hann niður fyrir Bryndísi Örnu sem hitti boltann illa en ekki verr en það að hann fór í varnarmann Póllands og í markið.

Tveimur mínútum síðar bætti Ísland öðru marki við þegar Sveindís sendi boltann fyrir markið, beint í Diljá Ýr sem skallaði boltann í netið. Ísland fór því með tveggja marka forystu inn í hálfleikinn.

Á 65. mínútu skoraði Ísland þriðja markið þegar Sveindís Jane kom boltanum í netið eftir að hafa snúið af sér varnarmann.

Næsti leikur Íslands verður á þriðjudaginn gegn Þýskalandi ytra. Leikurinn hefst klukkan 16:10 og verður hann í beinni útsendingu á RÚV.

Undankeppni EM 2025

Mynd: Hulda Margrét