• þri. 31. júl. 2001
  • Landslið

NM U21 kvenna: Ísland í 6. sæti

U21 landslið kvenna lék gegn Kanada um 5.-6. sætið á Opna Norðurlandamótinu í dag. Kanadíska liðið komst þremur mörkum yfir áður en Elfu B. Erlingsdóttur tókst að minnka muninn fyrir Ísland á 43. mínútu og staðan í hálfleik því 3-1, Kanada í vil. Svipaða sögu er að segja af síðari hálfleik, þær kanadísku höfðu skorað tvö mörk þegar Erna B. Sigurðardóttir skoraði annað mark Íslands á 80. mínútu. Kanada bætti við marki undir lokin og 6-2 tap íslenska liðsins og 6. sætið í mótinu staðreynd.

Bandaríkin sigruðu Svíþjóð 6-1 í úrslitaleiknum og unnu mótið þar með 3. árið í röð.

Hópurinn | Dagskrá