• lau. 18. ágú. 2001
  • Landslið

HM kvenna: Góður leikur hjá Íslenska liðinu

A landslið kvenna lék í dag fyrsta leik sinn í undankeppni HM kvenna, en leikið var gegn Rússum á KR-vellinum. Rússarnir byrjuðu betur og komust yfir með marki á 7. mínútu leiksins, en það sem eftir lifði hálfleiksins var jafnræði með liðunum. Íslensku stúlkurnar voru sterkari í síðari hálfleik og Olga Færseth gaf tóninn á 49. mínútu með góðu marki. Ísland fékk nokkur ágæt færi til að klára leikinn en allt kom fyrir ekki.

Íslenska liðið lék vel í heildina og hefði hæglega getað hirt öll stigin þrjú. Í liðið vantaði nokkra sterka leikmenn, en ungu stúlkurnar stóðu sig vel og ljóst er að framtíðin er björt í kvennaboltanum.

Byrjunarlið Íslands