• þri. 21. ágú. 2001
  • Landslið

Miðasala á Danmörk - Ísland

Knattspyrnusamband Íslands hefur fengið úthlutað hátt á fjórða þúsund miðum á Danmörk - Ísland í undankeppni HM, en leikurinn fer fram á Parken í Kaupmannahöfn laugardaginn 6. október næstkomandi. Margar fyrirspurnir hafa borist frá Íslendingum í Danmörku, enda búa þúsundir Íslendinga þar og í nágrannalöndum. Þar að auki má reikna með að margir Íslendingar fari utan á leikinn.

Leikurinn er í síðustu umferð riðlakeppni HM í Evrópu og væntanlega ráðast úrslitin í riðlinum þennan dag. Gera má ráð fyrir að uppselt verði á leikinn og það á skömmum tíma, en miðasala hefst í Danmörku föstudaginn 24. ágúst. Smellið hér að neðan til að kanna hvernig nálgast má miða á leikinn.


Miðasala á Danmörk - Ísland