• fim. 30. maí 2002
  • Fræðsla

Íslandsmót í skothörku í Smáralind

Um næstkomandi helgi fer fram Íslandsmót í skothörku í HM heimi Vetrargarðsins í Smáralind. Keppnin stendur frá föstudegi til sunnudags og verður keppt í öllum aldursflokkum, en fimm efstu í hverjum flokki munu fara í úrslitakeppnina sem haldin verður seinnipart júní. Skothraðinn mun birtast á skjá fyrir ofan markið svo auðvelt verði að fylgjast með árangri keppenda.