• mán. 08. júl. 2002
  • Fræðsla

Þjálfun knattspyrnukvenna í Evrópu

Fyrirlestraröð KSÍ til eflingar kvennaknattspyrnu á Íslandi hefst þriðjudaginn 9. júlí næstkomandi kl. 19:00, þegar Per Rud, þjálfari U17 og U19 kvennalandsliða Danmerkur, heldur fyrirlestur í sal félagsheimilis Þróttar í Laugardal. Fyrirlesturinn mun m.a. fjalla um undirbúning U17 liðs Dana fyrir NM, sem fram fer hér á Íslandi, hverjir eru mikilvægustu eiginleikar ungra leikmanna og samvinna landsliðsþjálfara yngri og eldri liða. Fyrirlesturinn fer fram á ensku og aðgangur er ókeypis.

Fyrsti fyrirlesturinn af þremur

Per Rud er hinn fyrsti í röð þriggja fyrirlesara en áformað er að þjálfari Evrópumeistara Þjóðverja, Tina Tune Mayer, og þjálfari sænska kvennalandsliðsins, Marika Domanski Lyfors, komi hingað til lands síðar á árinu.