• þri. 30. júl. 2002
  • Landslið

U17 karla - Markalaust

Ísland gerði markalaust jafntefli við Slóvakíu í fyrsta leik sínum á Norðurlandamóti U17 landsliða karla, sem fram fer í Svíþjóð. Fyrri hálfleikur var jafn og lítið um færi, en í upphafi þess síðari var einum leikmanna Slóvakíu vikið af leikvelli fyrir að brjóta á Hjálmari Þórarinssyni, fyrirliða íslenska liðsins, sem var kominn einn í gegn. Okkar drengir voru mun sterkari það sem eftir lifði leiks og hefðu átt skilið að sigra, en heppnin var ekki með okkur og Slóvakarnir björguðu m.a. á línu. Næsti leikur er á miðvikudag gegn Danmörku og hefst leikurinn kl. 15:00 að íslenskum tíma.