• mið. 02. okt. 2002
  • Landslið

U19 karla - Markaleikur

U19 landslið karla tapaði 3-5 gegn Noregi í vináttulandsleik, sem leikinn var á Voldslökka-leikvanginum í Osló (nálægt Ullevaal-leikvanginum). Norðmenn voru mun sterkari fyrsta hálftímann og settu þá þrjú mörk áður en Davíð Þór Viðarsson náði að svara fyrir íslenska liðið úr vítaspyrnu á 37. mínútu, en tveimur mínútum áður hafði norski markvörðurinn varið vítaspyrnu frá Jökli I. Elísabetarsyni. Í síðari hálfleik var jafnræði með liðunum, sem skoruðu tvö mörk hvort um sig, Davíð Þór á 55. og Óskar Hauksson á 70. mínútu, en heimamenn á 67. og 87. mínútu. Allir í íslenska hópnum fengu að spreyta sig í leiknum.