• fös. 11. okt. 2002
  • Landslið

Byrjunarliðið gegn Skotum

Atli Eðvaldsson hefur tilkynnt byrjunarlið Íslands gegn Skotum í fyrsta leik liðsins í undankeppni EM 2004, sem fram fer á Laugardalsvelli kl. 14:00 á laugardag. Allir leikmenn íslenska liðsins eru heilir og stemmningin í hópnum er afar góð. Lagt er upp með að leika sterkan varnarleik, ná völdum á miðjunni og beita hröðum sóknum.

Byrjunarlið Íslands gegn Skotlandi

Markvörður: Árni Gautur Arason.

Varnarmenn: Arnar Þór Viðarsson, Hermann Hreiðarsson, Lárus Orri Sigurðsson og Bjarni Óskar Þorsteinsson.

Tengiliðir: Ívar Ingimarsson, Brynjar Björn Gunnarsson og Rúnar Kristinsson (fyrirliði).

Framherjar: Eiður Smári Guðjohnsen, Helgi Sigurðsson og Haukur Ingi Guðnason.