• mið. 15. jan. 2003
  • Landslið

Styrkleikalisti FIFA

Litlar breytingar eru á efstu 50 sætunum á styrkleikalista FIFA frá síðustu útgáfu. Brasilíumenn, sem eru í efsta sætinu, hafa enn örugga forystu á Frakkland, Spán, Þýskaland og Argentínu. Ísland fellur um 3 sæti á listanum, er nú í 61. sæti. Ástæðan fyrir litlum breytingum á efri hluta listans er að nánast allir landsleikir að undanförnu hafa verið á milli Asíuþjóða, þannig að breytingarnar eru mestar á meðal þeirra. Hástökkvarar mánaðarins eru þær þjóðir sem léku vel í Tiger Cup í Indónesíu og Arab Cup í Kuwait. Mesta athygli vekur þó innkoma Afganistan á listann eftir nærri 20 ára fjarveru.