• þri. 11. feb. 2003
  • Landslið

Helena Ólafsdóttir ráðin þjálfari A kvenna

Helena Ólafsdóttir hefur verið ráðin þjálfari A landsliðs kvenna til loka ársins 2004. Helena er fædd 1969, er íþróttakennari að mennt og hefur lokið III. stigi (C-stigi) í þjálfun hjá KSÍ. Hún hefur þjálfað yngri flokka KR í mörg ár, en tók við mfl. kvenna hjá Val 2002.

Helena lék fyrst knattspyrnu með Víkingi R. en skipti í KR 1986 og lék með Vesturbæjarliðinu allt þar til 2002, að undanskildu árinu 1992 þegar hún lék með ÍA. Hún er 4. leikjahæsti leikmaðurinn í efstu deild kvenna frá upphafi með 193 leiki og sú 3. markahæsta með 154 mörk, og hefur leikið 8 sinnum með A-landsliði Íslands.

Helena fer með liðinu til Bandaríkjanna í vináttulandsleikinn í Charleston 16. febrúar, en tekur formlega við stjórninni eftir þann leik. Helena mun áfram þjálfa kvennalið Vals.