• lau. 15. feb. 2003
  • Landslið

Leikið gegn Bandaríkjunum á sunnudag

Íslenska kvennalandsliðið mætir Bandaríkjunum í vináttulandsleik í Charleston, Suður-Karólínu, á sunnudag. Um er að ræða 5. viðureign þjóðanna og hafa Bandaríkin farið með sigur af hólmi í fjórum þeirra, en síðustu viðureign lauk með markalausu jafntefli. Leikurinn á sunnudag hefst kl. 23:15 að íslenskum tíma.

Byrjunarlið Íslands (4-5-1)

Markvörður: Þóra Helgadóttir.

Varnarmenn: Elín J. Þorsteinsdóttir, Auður Skúladóttir, Íris Andrésdóttir og Rósa J. Steinþórsdóttir.

Tengiliðir: Rakel Logadóttir, Erla Hendriksdóttir, Dóra Stefánsdóttir, Ásthildur Helgadóttir (fyrirliði) og Hrefna H. Jóhannesdóttir.

Framherji: Olga Færseth.

Hópurinn | Dagskrá