• mið. 30. apr. 2003
  • Landslið

Byrjunarliðið gegn Finnum

Atli Eðvaldsson, þjálfari A-landsliðs karla, hefur valið byrjunarlið Íslands gegn Finnum, en liðin mætast í vináttulandsleik í dag, sem er liður í undirbúningi íslenska liðsins fyrir leikina gegn Færeyjum og Litháen í undankeppni EM í byrjun júní. Leikurinn fer fram á Pohjola leikvanginum í Vantaa og hefst kl. 14:00 að íslenskum tíma. Meiðsli Þórðar Guðjónssonar voru meiri en reiknað var með og var ákveðið að hann færi heim fyrr en upphaflega var áætlað til að geta komist strax í fyrramálið í meðhöndlun hjá læknum Bochum.

Lið Íslands gegn Finnlandi (4-4-2)

Markvörður: Árni Gautur Arason.

Varnarmenn: Gylfi Einarsson, Indriði Sigurðsson, Lárus Orri Sigurðsson og Hermann Hreiðarsson.

Tengiliðir: Jóhannes Karl Guðjónsson, Arnar Þór Viðarsson, Rúnar Kristinsson (fyrirliði) og Arnar Grétarsson.

Framherjar: Eiður Smári Guðjohnsen og Arnar Gunnlaugsson.