• mán. 11. ágú. 2003
  • Landslið

Forsala aðgöngumiða rauk af stað

Forsala aðgöngumiða fyrir viðureign Íslands og Þýskalands í undankeppni EM hófst fyrir helgi og voru viðbrögð mjög góð, en um 1000 miðar hafa þegar selst af þeim 3000 miðum sem ekki hafði þegar verið ráðstafað. Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli laugardaginn 6. september næstkomandi.

Fyrst fer fram netsala í gegnum heimasíður KSÍ og ESSO, en síðan tekur við forsala á Nestis-stöðvum ESSO, svo fremi sem einhverjir miðar verði eftir. Smellið á myndina hér til hægri til að sjá upplýsingar um hvernig megi kaupa miða.