• fim. 09. okt. 2003
  • Landslið

Fjölmiðlar fjölmenna til Þýskalands

Aldrei áður hafa íslenskir fjölmiðlar átt svo marga fulltrúa á landsleik Íslands á erlendri grundu, en alls verða um 30 manns á þeirra vegum á viðureign Þýskalands og Íslands í undankeppni EM á laugardag. Þeir fjölmiðlar sem munu eiga fulltrúa og fjalla um leikinn og umgjörð hans á einn eða annan hátt verða Stöð 2/Sýn, RÚV sjónvarp og útvarp, Útvarp Saga (sem verður einnig með fulltrúa á viðureign Skotlands og Litháens á sama tíma), Morgunblaðið, DV, Fréttablaðið, Mannlíf, Textavarp og síðast en ekki síst netmiðlarnir Sport.is og Fotbolti.net.