• mið. 29. des. 2004
  • Landslið

Íþróttamaður ársins 2004

Val á íþróttamanni ársins 2004 verður kynnt í hófi á Grand Hóteli Reykjavík í kvöld, miðvikudagskvöld. Það eru Samtök íþróttafréttamanna sem standa að valinu í 49. sinn. Þrír knattspyrnumenn koma til greina í ár, þeir Heimir Guðjónsson hjá FH, Hermann Hreiðarsson hjá Charlton og Eiður Smári Guðjohnsen hjá Chelsea. Kjörinu verður lýst í beinni sameiginlegri útsendingu á RÚV og Sýn. Fjórir knattspyrnumenn hafa verið valdir íþróttamenn ársins af Samtökum íþróttafréttamanna, Guðni Kjartansson (1973), Ásgeir Sigurvinsson (1974 og 1984), Jóhannes Eðvaldsson (1975) og Arnór Guðjohnsen (1987).