• þri. 11. jan. 2005
  • Landslið

Erna ráðin þjálfari U17 kvenna

KSÍ hefur ráðið Ernu Þorleifsdóttur sem þjálfara U17 landsliðs kvenna og mun hún stýra liðinu næstu tvö árin. Erna, sem tekur við U17 kvenna af Ragnhildi Skúladóttur, hóf þjálfaraferil sinn hjá ÍBV árið 1992 og þjálfaði yngri flokka kvenna í Vestmannaeyjum í 9 ár.

Með ÍBV náði hún frábærum árangri og vann nokkra Íslandsmeistaratitla, auk þess að vinna fjölmarga titla með lið sín í öðrum mótum.

Haustið 2002 hóf Erna störf hjá Breiðabliki sem þjálfari 3. flokks kvenna og undir hennar stjórn vann flokkurinn fjóra Íslandsmeistaratitla, auk annarra minni titla.

Erna tók síðan við 2. flokki kvenna hjá félaginu síðastliðið haust. Erna er íþróttakennari að mennt og mun taka UEFA-B próf fyrir knattspyrnuþjálfara síðar í mánuðinum.