• mið. 16. mar. 2005
  • Landslið

Króati af brasilísku bergi brotinn

Króatar hafa löngum verið þekktir fyrir það í gegnum tíðina að nánast framleiða sterka knattspyrnumenn á færiböndum. Athygli vekur að sá leikmaður sem hvað mest er talað um í U21 landsliði þeirra nú er Eduardo Da Silva, leikmaður sem er með bæði brasilískt og króatískt ríkisfang, sem reyndar er einnig í A-landsliðshópnum.

Da Silva, sem kom til Króatíu fyrir rúmum fjórum árum síðan, leikur með Dinamo Zagreb og þykir afar skæður. Hann leikur ýmist sem framherji eða vinstri kantmaður og hefur alls skorað 36 mörk í 51 leik í króatísku deildinni.