• mið. 30. mar. 2005
  • Landslið

Markalaust jafntefli í Padova

Ítalía og Ísland gerðu í kvöld markalaust jafntefli í vináttulandsleik í Padova fyrir framan tæplega 30.000 áhorfendur. Ítalska liðið var sterkari aðilinn í leiknum og sóttu leikmenn þess án afláts nær allan leikinn, en vörn íslenska liðsins hélt út þrátt fyrir mikla pressu.

Kári Árnason, sem var að leika sinn fyrsta landsleik, fékk að líta rauða spjaldið aðeins nokkrum mínútum eftir að hann kom inn á sem varamaður seint í síðari hálfleik. Hannes Sigurðsson, sem var í byrjunarliðinu, lék sinn fyrsta A-landsleik, líkt og varamennirnir Gunnar Heiðar Þorvaldsson og Emil Hallfreðsson sem komu inn á undir lok leiksins.