• mán. 29. ágú. 2005
  • Landslið

Ekki gengið vel gegn Balkanþjóðum

Króatía
kroatia-hr-map

A landsliði karla hefur ekki gengið vel í viðureignum sínum gegn þeim þjóðum á Balkanskaganum sem áður tilheyrðu Júgóslavíu. Ísland hefur leikið gegn Króatíu, Makedóníu og Slóveníu, en ekki innbyrt sigur.

Fyrr á árinu mættust Ísland og Króatía í fyrsta sinn og eins og menn eflaust muna vann króatíska liðið sannfærandi sigur, 4-0, en leikurinn var liður í undankeppni HM 2007. Íslenska liðið fær því tækifæri á laugardag til að hefna ófaranna þegar liðin mætast að nýju á Laugardalsvelli.

Ísland hefur leikið tvisvar sinnum gegn Slóveníu og tapað í bæði skiptin, árin 1996 og 1998. Í báðum tilfellum var um að ræða vináttuleiki, sá fyrri fór fram á Möltu en sá síðari á Kýpur.

Makedónía og Ísland voru saman í riðli í undankeppni HM 1998. Makedónía vann heimaleik sinn með einu marki gegn engu, en jafntefli varð í viðureign liðanna á Laugardalsvelli.