• fim. 01. sep. 2005
  • Landslið

Langflestir í A-landsliðinu leika utan Króatíu

Knattspyrnusamband Króatíu
kroatia_merki

Langflestir leikmanna A-landsliðs Króata leika með félagsliðum utan Króatíu, eða 19 af 22 leikmönnum í hópnum sem tilkynntur var fyrir leikina gegn Íslandi og Möltu.  Í U21 hópnum snýst dæmið við, en þar eru aðeins tveir leikmenn á mála hjá félagsliðum utan heimalandsins.

Króatar hafa löngum verið þekktir fyrir að framleiða góða knattspyrnumenn á færibandi og ekkert lát virðist vera á því. 

Þó virðast ungir og efnilegir leikmenn frekar halda sig heima við til að öðlast reynslu og taka út þroska sinn sem knattspyrnumenn. 

Þetta hefur gert það að verkum að króatísk félagslið halda sínum efnilegustu leikmönnum og missa þá ekki of snemma til erlendra félagsliða.

A landsliðshópur Króata gegn Íslandi og Möltu

U21 landsliðshópur Króata gegn Íslandi og Möltu