• fös. 02. sep. 2005
  • Landslið

Króatar sterkari á KR-vellinum

Knattspyrnusamband Króatíu
kroatia_merki

U21 landslið karla tapaði 1-2 gegn Króötum á KR-vellinum í undankeppni EM í kvöld.  Króatarnir voru mun sterkari aðilinn í leiknum og var sigur þeirra fyllilega verðskuldaður.

Fyrra mark gestanna kom eftir um hálftíma leik og þeir bættu síðan við öðru marki í upphafi síðari hálfleiks, úr vítaspyrnu.  Emil Hallfreðsson minnkaði muninn fyrir íslenska liðið úr vítaspyrnu undir lok leiksins, en lengra komust okkar piltar ekki.

Króatarnir stjórnuðu leiknum og léku boltanum oft vel sín á milli.  Liðið er greinilega mjög sterkt og til alls líklegt í keppninni, enda eru þeir efstir í riðlinum með 18 stig, þremur stigum á undan Svíum og Ungverjum.  Ísland er í 4. sæti riðilsins með 7 stig.

Næsti leikur íslenska liðsins er gegn Búlgörum á útivelli næstkomandi þriðjudag.