• fös. 02. sep. 2005
  • Landslið

Nokkuð breytt lið hjá U21 karla gegn Króötum

Eyjólfur Sverrisson - Þjálfari U21 liðs karla
U21-2004-0101

Eyjólfur Sverrisson, þjálfari U21 landsliðs karla, hefur tilkynnt byrjunarliðið gegn Króötum í undankeppni EM, en liðin mætast á KR-velli í dag, föstudag, kl. 17:00. 

Fjórir lykilmenn sem hafa leikið stórt hlutverk í keppninni hingað til verða ekki með eins og greint hefur verið frá hér á ksi.is, markvörðurinn Bjarni Þórður Halldórsson, fyrirliðinn Ólafur Ingi Skúlason, markahrókurinn Hannes Þorsteinn Sigurðsson og Viktor Bjarki Arnarsson.

Þeir leikmenn sem koma í þeirra stað fá þar með tækifæri til að sýna sig og sanna og festa sig í sessi í liðinu.

Aðgangur á leikinn í dag er ókeypis og er fólk hvatt til að mæta á leikinn og styðja strákana.  Von er á fjölmörgun stuðningsmönnum króatíska liðsins og því mikilvægt að okkar leikmenn finni stuðning af pöllunum.  Allir á völlinn!

Markvörður:  Ingvar Þór Kale

Bakverðir:  Steinþór Gíslason og Gunnar Þór Gunnarsson.

Miðverðir:  Tryggvi Sveinn Bjarnason og Sölvi Geir Ottesen Jónsson.

Tengiliðir:  Davíð Þór Viðarsson (fyrirliði) og Jónas Guðni Sævarsson.

Kantmenn:  Sigmundur Kristjánsson og Emil Hallfreðsson.

Sóknartengiliður:  Pálmi Rafn Pálmason.

Framherji:  Hörður Sveinsson.