• mán. 05. sep. 2005
  • Landslið

Íslenskir dómarar á þremur landsleikjum

Þeir svartklæddu eru stundum grænklæddir ...
domarimedbolta

Íslenskir dómarar verða á þremur landsleikjum erlendis í vikunni. Garðar Örn Hinriksson og Egill már Markússon dæma leiki í undankeppni EM U21 landsliða karla á þriðjudag og Kristinn Jakobsson dæmir leik í undankeppni HM 2006 á miðvikudag.

Kristinn Jakobsson verður dómari í viðureign Finnlands og Makedóníu í undankeppni HM 2006, en liðin mætast í Helsinki á miðvikudag. Aðstoðardómarar verða þeir Eyjólfur Ágúst Finnsson og Ólafur Ingvar Guðfinnsson, en varadómari verður Jóhannes Valgeirsson.

Á þriðjudag dæmir Garðar Örn Hinriksson leik Belgíu og San Marínó í undankeppni EM U21 landsliða karla. Pjetur Sigurðsson og Gunnar Sverrir Gunnarsson verða aðstoðardómarar og varadómari verður Eyjólfur Magnús Kristinsson.

Sama dag og í sömu keppni verður Egill Már Markússon að störfum á leik Lettlands og Slóvakíu. Honum til aðstoðar verða Einar Sigurðsson og Sigurður Óli Þórleifsson. Varadómari verður Magnús Þórisson.