• mán. 05. sep. 2005
  • Landslið

Tyrkneskir dómarar í Sofia

Dómaraflauta eða hljóðfæri?
domaraflauta

Tyrkneskur dómara kvartett verður á viðureign Búlgaríu og Íslands í undankeppni HM 2006 á miðvikudag.  Sex leikmenn íslenska liðsins eru á gulu spjaldi í keppninni og því vonandi að Tyrkirnir verði í góðu skapi.

Dómari verður Bulent Demirlek, aðstoðardómarar þeir Ekrem Kan og Erhan Sönmez, og varadómari verður Metin Aydogan.

Eftirlitsmaðurinn að þessu sinni er norskur og heitir Odd Flattum, en dómaraeftirlitsmaðurinn, Francesco Bianchi, kemur frá Sviss.

Fimm leikmenn íslenska liðsins eru á gulu spjaldi í keppninni, þeir Gunnar Heiðar Þorvaldsson, Auðun Helgason, Kristján Örn Sigurðsson, Eiður Smári Guðjohnsen og Hermann Hreiðarsson.  Gult spjald á þessa leikmenn í leiknum gegn Búlgaríu þýðir leikbann gegn Svíþjóð í lokaleiknum.

Gylfi Einarsson er sem kunnugt er í leikbanni gegn Búlgaríu.