• mið. 07. sep. 2005
  • Landslið

Ein breyting fyrir leikinn gegn Búlgaríu

Eiður Smári leiðir lið sitt út á völl
a_karla_2003_Isl-Germany01

Ein breyting hefur verið gerð á byrjunarliði Íslands frá leiknum gegn Króötum á dögunum fyrir leikinn gegn Búlgaríu í undankeppni HM 2006, en liðin mætast í Sofia í dag.  Kári Árnason kemur inn í liðið fyrir Gylfa Einarsson, sem er í leikbanni.

Leikaðferðin er að grunni til sú sama og gegn Króatíu á Laugardalsvellinum, en kantmennirnir verða væntanlega látnir þétta miðjuna betur með því að leika eilítið innar á miðsvæðinu.

Leikurinn, sem hefst kl. 16:00 að íslenskum tíma, er í beinni útsendingu á Sýn.

Byrjunarlið Íslands

Markvörður:  Árni Gautur Arason.

Hægri bakvörður:  Kristján Örn Sigurðsson.

Vinstri bakvörður:  Indriði Sigurðsson

Miðverðir:  Auðun Helgason og Hermann Hreiðarsson.

Tengiliðir:  Brynjar Björn Gunnarsson og Stefán Gíslason.

Hægri kantur:  Grétar Rafn Steinsson.

Vinstri kantur:  Kári Árnason.

Sóknartengiliður:  Eiður Smári Guðjohnsen (fyrirliði).

Framherji:  Heiðar Helguson.