• mið. 12. okt. 2005
  • Landslið

Þrjár breytingar fyrir leikinn gegn Svíþjóð

Heimsmeistarakeppnin 2006
hm_2006_logo

Þrjár breytingar hafa verið gerðar á byrjunarliði Íslands frá vináttulandsleiknum við Pólverja á föstudag fyrir leikinn gegn Svíum í undankeppni HM 2006 á Råsunda í kvöld.

Árni Gautur Arason kemur inn í markið fyrir Kristján Finnbogason, Gunnar Heiðar Þorvaldsson kemur inn í sóknartengiliðinn fyrir Gylfa Einarsson og Heiðar Helguson verður í fremstu víglínu í stað Hannesar Þ. Sigurðssonar.

Leikurinn hefst kl. 17:30 að íslenskum tíma, en útsending á Sýn hefst hálftíma fyrr.

Byrjunarlið Íslands

Markvörður:  Árni Gautur Arason.

Hægri bakvörður:  Kristján Örn Sigurðsson.

Vinstri bakvörður:  Indriði Sigurðsson.

Miðverðir:  Auðun Helgason og Sölvi Geir Ottesen Jónsson.

Tengiliðir:  Stefán Gíslason og Brynjar Björn Gunnarsson (fyrirliði).

Hægri kantur:  Grétar Rafn Steinsson.

Vinstri kantur:  Kári Árnason.

Sóknartengiliður:  Gunnar Heiðar Þorvaldsson.

Framherji:  Heiðar Helguson.