• þri. 01. nóv. 2005
  • Landslið

Lúkas Kostic ráðinn þjálfari U21 karla

Luka Kostic þjálfar U17 landslið karla
luka_kostic

Lúkas Kostic hefur verið ráðinn þjálfari U21 landsliðs karla. Lúka hefur stjórnað U17 landsliði karla frá 2003 en hann hafði áður þjálfað lið Þórs, Grindavíkur, KR og Víkings í efstu deild. Lúkas mun stjórna liðinu í næstu tveimur keppnum en samningur hans og KSÍ er til þriggja ára.

Sú breyting hefur verið gerð á Evrópumóti U21 landsliða karla að úrslitakeppnirnar færast yfir á oddatöluár og verður riðlaskipting og leikjaniðurröðun því ekki hin sama og hjá A landsliðum eins og verið hefur. Næsta verkefni U21 landsliðsins er því undankeppni fyrir Evrópumóts með úrslitakeppni vorið 2007 og spilast undankeppnin því öll á árinu 2006. Nýtt Evrópumót hefst svo haustið 2007 með úrslitakeppni vorið 2009.