• mán. 13. feb. 2006
  • Landslið

Fundað um niðurröðun leikja í undankeppni EM 2008

EM 2008
euro2008_logo_landscape

Þriðjudaginn 14. febrúar funda forystumenn og landsliðsþjálfarar þjóðanna sjö sem eru í F-riðli í undankeppni EM 2008.  Í F-riðli eru, auk Íslands, Svíþjóð, Spánn, Danmörk, Lettland, Norður-Írland og Liechtenstein. 

Á fundinum, sem fram fer í Kaupmannahöfn, verður leikjaniðurröðun riðilsins ákveðin og verður hún birt hér á vefnum um leið og hún liggur fyrir.  Fulltrúar KSÍ á fundinum eru Eggert Magnússon formaður, Geir Þorsteinsson framkvæmdastjóri og Eyjólfur Sverrisson landsliðsþjálfari.