• mið. 12. apr. 2006
  • Landslið

Byrjunarliðið gegn Hollandi í kvöld

A lið kvenna
Alidkv2004-0491

Jörundur Áki Sveinsson, þjálfari A landsliðs kvenna, hefur tilkynnt byrjunarlið Íslands sem leikur vináttulandsleik gegn Hollendingum í kvöld.  Leikurinn fer fram á Oosteerenk Stadium í Zwolle hefst kl. 18:00 að íslenskum tíma.

Þetta er í fimmta sinn sem að þjóðirnar mætast og hefur íslenska liðið farið með sigur af hólmi í öllum leikjunum.  Síðast mættust þessar þjóðir árið 1996 og vann þá íslenska liðið með tveggja marka mun. 

Hollenska liðið hefur þó verið að sækja í sig veðrið upp á síðkastið og var tveimur sætum fyrir ofan Íslendinga á síðasta styrkleikalista FIFA.  Þetta er því krefjandi verkefni fyrir stelpurnar sem eru við öllu búnar og til í slaginn.

Byrjunarlið Íslands:

Markvörður:

Þóra Helgadóttir

Vinstri bakvörður:

Ólína Viðarsdóttir

Hægri bakvörður:

Guðlaug Jónsdóttir

Miðverðir:

Guðrún Gunnarsdóttir og Ásta Árnadóttir

Varnartengiliður:

Dóra Stefánsdóttir

Vinstri kantmaður:

Hólmfríður Magnúsdóttir

Hægri kantmaður:

Dóra María Lárusdóttir

Miðjutengiliðir:

Erla Steina Arnardóttir og Margrét Lára Viðarsdóttir

Framherji:

Ásthildur Helgadóttir