• lau. 06. maí 2006
  • Landslið

Með þrjú stig í farteskinu frá Minsk

Katrín Jónsdóttir
Alidkv2002-0035

A landslið kvenna vann góðan sigur á Hvít-Rússum í undankeppni HM 2007 í dag, laugardag, en leikið var í Minsk í Hvíta-Rússlandi.

Katrín Jónsdóttir skoraði fyrsta mark leiksins eftir um hálftíma leik og reyndist það eina mark fyrri hálfleiks. Fyrirliðinn Ásthildur Helgadóttir kom íslenska liðinu tveimur mörkum yfir í upphafi síðari hálfleiks, en heimamenn minnkuðu muninn nokkrum mínútum síðar. Fleiri mörk voru ekki skoruð í leiknum þó íslenska liðið hafi verið betri aðilinn og fékk færi sem ekki tókst þó að nýta.

Sigurinn var verðskuldaður og er Ísland nú með 7 stig eftir fjóra leiki í riðlinum, jafnmörg og Tékkar auk þess sem markatala liðanna er jöfn, en Svíar eru efstir með 10 stig.