• þri. 12. des. 2006
  • Landslið

Dregið í undankeppni EM 2009 á miðvikudag

Evrópukeppni kvennalandsliða
women_euro

Í dag, miðvikudaginn 13. desember, verður dregið í riðla í undankeppni fyrir EM 2009 kvenna en úrslitakeppnin fer fram í Finnlandi.  Ísland er í öðrum styrkleikaflokki en 30 þjóðir eru í pottinum og verður dregið í sex fimm liða riðla.

Sigurvegarar riðlanna fara beint í úrslitakeppnina (6 lið), öll liðin í 2. sæti og þau fjögur lið sem ná bestum árangri í 3. sæti leika aukaleiki (heima og heiman) um sæti í úrslitakeppninni (5 lið).  Gestgjafarnir, Finnar, fara beint í úrslitakeppnina (1).

Íslenska liðið er í styrkleikaflokki B og verður í riðli með einu liði úr A, C, D og E riðlum.

Drátturinn hefst kl. 13:00 að íslenskum tíma og er hægt að fylgjast með honum beint á heimasíðu UEFA.

A

Þýskaland

Svíþjóð

Noregur

Danmörk

England

Frakkland

B

Rússland

Ítalía

Tékkland

Ísland

Úkraína

Holland

C

Spánn

Skotland

Pólland

Serbía

Sviss

Ungverjaland

D

Belgía

Portúgal

Hvíta-Rússland

Írland

Austurríki

Grikkland

E

Slóvenía

N-Írland

Ísrael

Slóvakía

Rúmenía

Wales