• mið. 06. jún. 2007
  • Landslið

Svíþjóð - Ísland kl. 18:15 í kvöld

Búningarnir tilbúnir fyrir leikinn gegn Svíum
Buningar_a_Rasunda

Í dag sækir íslenska landsliðið það sænska heim á Rasunda vellinum í Stokkhólmi.  Leikurinn er í riðlakeppni fyrir EM 2008 og hefst kl. 18:15 að íslenskum tíma.  Íslenska liðið er með fjögur stig í riðlinum og er í fimmta sæti riðilsins.

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt er mætir Svíum í kvöld.   

Byrjunarliðið:(4-4-1-1)

Markvörður: Árni Gautur Arason

Hægri bakvörður: Grétar Rafn Steinsson

Vinstri bakvörður: Gunnar Þór Gunnarsson

Miðverðir: Ólafur Örn Bjarnason og Ívar Ingimarsson

Hægri kantur: Birkir Már Sævarsson

Vinstri kantur: Emil Hallfreðsson

Tengiliðir: Brynjar Björn Gunnarsson, fyrirliði og Arnar Þór Viðarsson

Sóknartengiliður: Theódór Elmar Bjarnason

Framherji: Hannes Þ. Sigurðsson

Það verður Gunnar Kristjánsson, Víkingi, sem hvílir í þessum leik.

Það er skarð fyrir skildi að fyrirliðinn, Eiður Smári Guðjohnsen, er í leikbanni í þessum leik.  Það er hinsvegar engan bilbug á hópnum að finna og eru menn staðráðnir í því að velgja Svíunum verulega undir uggum á þeirra heimavelli.

Svíar eru í efsta sæti riðilsins, jafnir Spánverjum að stigum.  Það er þó líklegt að tvö stig til viðbótar falli í þeirra skaut vegna leiksins fræga gegn Dönum sl. laugardag. 

Leikurinn er sýndur í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni Sýn og hefst leikurinn kl. 18:15 en útsending Sýnar hefst kl. 17:45.

Símamynd: Björn R. Gunnarsson búningastjóri