• mið. 06. jún. 2007
  • Landslið

Tap hjá Íslendingum í Stokkhólmi

Alid-byrjunarlid-01a-togt
Alid-byrjunarlid-01a-togt

Íslendingar biðu lægri hlut gegn Svíum í landsleik í Stokkhólmi en leikurinn var í riðlakeppni fyrir EM 2008.  Lokatölur urðu þær að heimamenn skoruðu fimm mörk án þess að Íslendingar næðu að svara.

Svíar komust yfir á 10. mínútu og höfðu yfirhöndina í leiknum.  Íslendingar voru hinsvegar baráttuglaðir og seint í fyrri hálfleik fengu þeir tvö góð færi á sömu mínútunni sem ekki nýttust.  Í staðinn bættu heimamenn tveimur mörkum við undir lok hálfleiksins og staðan í hálfleik því erfið.

Svíar byrjuðu seinni hálfleikinn af krafti og bættu tveimur mörkum við fljótlega og tryggðu sér ákaflega þægilega stöðu í leiknum sem og í toppsæti riðilsins.  Lokatölur því stórsigur Svía, 5-0.

Næstu leikir Íslands í riðlinum eru gegn Spánverjum 8. september og svo Norður Írum 12. september.  Báðir þessir leikir eru leiknir á Laugardalsvellinum.  Í millitíðinni koma hinsvegar Kanadamenn í heimsókn og leika vináttulandsleik hér á Laugardalsvellinum 22. ágúst næstkomandi.