• fim. 07. jún. 2007
  • Landslið

Ísland - Frakkland laugardaginn 16. júní

Ásthildur Helgadóttir og Katrín Jónsdóttir í kröppum dansi gegn Tékkum á Laugardalsvelli 19. ágúst 2006
AsthildurTekkland2006

Ísland mætir Frakklandi í undankeppni fyrir EM kvenna 2009 og er leikurinn leikinn á Laugardalsvellinum.  Leikurinn fer fram daginn fyrir þjóðhátíðardaginn, laugardaginn 16. júní og hefst kl. 14:00. 

Franska liðið er geysilega sterkt og hefur unnið tvo fyrstu heimaleiki sína í keppninni, báða 6-0.  Íslenska liðið byrjaði keppnina einnig vel og lagði Grikki á útivelli með þremur mörkum gegn engu.

Stuðningur áhorfenda í þessum leik getur skipt gríðarlega miklu fyrir stelpurnar og eru landsmenn hvattir til þess að fjölmenna á leikinn og láta vel í sér heyra.  Hér að neðan má sjá myndasyrpu af kvennalandsliðinu. 

Styðjum stelpurnar í baráttunni um að komast í úrslitakeppni EM.

Ísland - Frakkland