• fös. 08. jún. 2007
  • Landslið

Svíum dæmdur sigur gegn Dönum

UEFA
uefa_merki

Aganefnd UEFA úrskurðaði í dag Svíum sigur í leik gegn Dönum sem fram fór 2. júní síðastliðinn.  Leikurinn var flautaður af í stöðunni 3-3 þegar að danskur áhorfandi veittist að dómara leiksins. 

Ennfremur eiga Danir að greiða 61.000 evrur í sekt og leika fjóra næstu heimaleiki í a.m.k. 250 kílómetra fjarlægð frá Kaupmannahöfn.  Þar af þurfa Danir að leika næsta heimaleik sinn, gegn Liechtenstein, fyrir luktum dyrum.  Síðasti heimaleikur Dana er gegn Íslendingum 11. nóvember. 

Danir hafa áfrýjað niðurstöðunni.